Sögur útgáfa / Bókahönnun


Skuggarnir er hrollvekjandi skáldsaga eftir Stefán Mána sem Sögur útgáfa gaf út fyrir jólin 2017. Kontor Reykjavík sá um bókakápu skáldsögu Stefáns Mána árið á undan og er þetta önnur bókakápan sem stofan tekur að sér að hanna. Það er mikil áskorun að hanna bókakápu sem stendur upp úr jólabókaflóðinu en báðar bókakápurnar hafa vakið töluverða athygli.

Bókin Skuggarnir er umvafin skjannahvítri kápu með biksvörtum blaðsíðum. Athygli vekur að aftan á bókinni er aðeins textinn „Héðan er engin leið til baka. Héðan er engin leið aftur heim.“ Framan á kápunni er upphleyptur barnafótur en hann vísar sterkt í atriði úr sögunni. Með þessu nást fram tilfinningar eins og spenna, forvitni og óhugur. Ljósmyndari: Atli Thor

 Kontor Reykjavík hlaut viðurkenningu í flokki „Vefauglýsingar“ í Lúðrinum (Íslensku Auglýsingaverðlaununum) fyrir árið 2017.

Kontor Reykjavík hlaut tilnefningu í flokki „Bókakápur“ í FÍT verðlaununum fyrir árið 2017.

 

Skuggarnir is a chilling novel by Stefán Máni that Sögur útgáfa published before Christmas 2017. Kontor Reykjavík has designed two book covers for this same author and Skuggarnir is the second cover. It is a challenge to design a cover for a book that is published before Christmas in Iceland but both covers have attracted a great deal of attention.

Skuggarnir is wrapped in a bright white cover with dark black pages. The back page has only the text “From here there is no way back. From here there is no way home.” On the front cover, a foot is pressed outward, which is a strong reference to a part of the story. This produces feelings of apprehension, curiosity and suspense. Photographer: Atli Thor

 Kontor Reykjavík received acknowledgement in the category “Web Advertisting” for Skuggarnir at Lúðurinn (Icelandic Advertising Award) for the year 2017.

Kontor Reykjavík received nomination in the category „Bookcover“ in FÍT for the year 2017.

 

 

Kontor Reykjavik bokakapa Skuggarnir Stefan Mani fotur
Kontor Reykjavik bokakapa Skuggarnir Stefan Mani kjolur
Kontor Reykjavik bokakapa Skuggarnir Stefan Mani smaatridi aftan a